Hjartaknúsarinn Ryan Gosling og leikkonan Rachel McAdams hnakkrifust við upptökur á kvikmyndinni The Notebook. Þessu greinir leikstjóri myndarinnar Nick Cassavetes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina VH1.
The Notebook er vel þekkt ástarmynd sem fjallar um langvarandi ást pars sem lendir í miklum erfiðleikum á lífsleiðinni.
„Kannski ætti ég ekki að greina frá þessu en einn daginn rifust þau heiftarlega. Ryan kom til mín þegar hann var að leika í atriði á móti Rachel og spyr hvort ég geti reddað annarri konu til þess að lesa línurnar hennar á móti mér án þess að hún sjáist á myndavélinni. Þá fórum við öll inn í lokað herbergi og þau rifust og öskruðu hvort á annað. Sem reykingarmaður á þessum tíma fékk ég mér bara sígarettu og svo löbbuðum við öll út og lukum við upptökurnar á atriðinu,“ sagði Cassavetes.
Hann segir að eftir þetta rifrildi hafi allt gengið mun betur. Þau hafi áfram rifist inn á milli, en Gosling hafi borið mikla virðingu fyrir því að McAdams hafi svarað fyrir sig fullum hálsi.
Sjá frétt justjared.com