Vilja Nike-væða djammið

Eflaust verður nóg af þessum elskum á dansgólfinu í Hörpu.
Eflaust verður nóg af þessum elskum á dansgólfinu í Hörpu.

Á föstudaginn verður Norðurljósasalnum í Hörpu breytt í næturklúbb í aðeins eitt kvöld. Viðburðurinn hefur þegar vakið nokkra athygli á Facebook og hafa nokkur hundruð manns tilkynnt þar komu sína þegar þetta er skrifað. Til þess að taka þátt í þessu sérstæða kvöldi þarf hins vegar tvo hluti, Nike-skó og boðskort, en það er ekki hlaupið að því að fá það síðarnefnda, sama hversu vel skóaður maður er.

Samkvæmt Elfu Arnardóttur, markaðsstjóra hjá Nike, er ekki hægt að kaupa sig inn á Sneakerballið. „Það eru bara boðsmiðar en það er verið að gefa miða víða og það eru alls konar leikir og svona í gangi,“ segir Elfa. „Ef fólk vill nálgast miða gæti það þurft að hafa smá fyrir því en þeir sem eru áhugasamir ættu ekki að eiga í vandræðum með að redda sér. Það er takmarkaður fjöldi gesta sem kemst og við viljum fá fólk sem hefur alvöru áhuga á því sem við erum að gera.“

Elfa segir hugmyndina að ballinu hafa kviknað þegar útsendarar Nike á Íslandi fóru á Sneakerball hjá Nike í Amsterdam í yfirgefnu vöruhúsi. „Þarna var bara risastórt dansgólf, frábærir DJ-ar og allir í afslöppuðum gír í sínum flottustu Nike skóm. Það voru allir látnir vita að því fyrirfram að strigaskór væru eina skilyrðið,“ útskýrir Elfa sem segir að hugmyndin hafi heillað þau upp úr skónum. „Við erum búin að vera á flakki á vegum vinnunar í helstu stórborgum Evrópu þar sem það þekkist varla að konur séu að fara á hælaskóm á barina. Þar fara allir bara í stuttermabol, þægilegum leggings og flottum strigaskóm og dansa. Við viljum ýta undir þá þróun hér á landi,“ segir Elfa en hún vonar að sneaker menningin hér heima muni ná sömu hæðum og erlendis.

Fáir Íslendingar hafa farið varhluta af Nike Free æðinu sem hefur tröllriðið landanum síðasta árið en Elfa segir gleymast hvað Nike hafi margar aðrar flottar línur í boði. Hvað Sneakerballið varðar leggur Elfa áherslu á að það er alls ekki nauðsynlegt að mæta í glænýjum og skóm. „Oftast eru gömlu skórnir mesta gullið og þar leynast einmitt sönn leyndarmál safnaranna. Ef þú átt solid eintak af „oldie“ ertu kominn í sneakerhausa hópinn.“

Sneakerballið hefst klukkan 21.00 og verða veigar í boði Smirnoff og Sommersby á staðnum. Cell7, Unnsteinn Manúel, John Grant, DJ Margeir og Ásdís María munu halda uppi stuðinu fram á nótt. Elfa segir að andrúmsloftið sem Nike vilji bjóða upp á sé fyrst og fremst þægilegt, að fólk eigi að mæta í þægilegum fötum og þægilegum skóm og finna hvernig það sé að dansa og vera frjáls. Áhugasamir Nike-aðdáendur munu geta barið sérstakt safn af strigaskóm augum og kynnt sér tímalínu í hönnun hjá Nike. Eins verður upptökuteymi á gólfinu að ná myndum af öllum skónum, sem verður síðan varpað upp á stóran skjá í beinni. Fjörið stendur til 01.00 en þá segist Elfa vonast til þess að miðbærinn fyllist af Nike-skóm. „Það er eiginlega markmiðið. Við ætlum að senda hressa, káta og ánægða Íslendinga út í Nike-skóm og vonandi munum við sjá fólk áfram í strigaskóm á djamminu næstu helgar eftir það.“

Ef þig langar á Sneakerballið skaltu láta þér líka við þessa frétt bæði hér og á Facebook og þá er aldrei að vita nema Monitor gefi þér miða.

Elfa vill sjá fleiri í þægilegum fötum á djamminu.
Elfa vill sjá fleiri í þægilegum fötum á djamminu.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup