Vildi dýrslegt nafn

Rapparinn Zebra Katz dvelur hér á landi um þessar mundir en hann hyggst taka hér upp tónlistarmyndbönd fyrir nýjustu plötu sína auk þess sem hann kemur fram á tónleikum á Húrra á morgun, föstudag.

Katz heitir réttu nafni Ojay Morgan. Morgan er margmiðlunarlistamaður og beitir sér í ýmsum öðrum listgreinum en tónlist. Hann segir nafn rapp hliðarsjálfs síns hafa komið til með mjög náttúrulegum hætti þegar þess var þörf. „Ég hef alltaf viljað bera nafn sem hafði dýrslegan kraft og ákvað að velja Zebra og Katz, sem er eftirnafn úr gyðingdómi, af því að það er elsta eftirnafn heimsins,“ segir hann.

Katz á tískuheiminum mikið af velgengni sinni að þakka en lag hans „IMA READ“ var út­nefnt sem tit­il­lag tísku­vik­unn­ar í Par­ís eft­ir að hönnuður­inn Rick Owens valdi það sér­stak­lega sem und­ir­spil á sýn­ingu sinni. „IMA READ“ vísar í dragmenningu en Katz segir það einnig eiga sér ýmsar aðrar rætur svo sem í mállýsku borgarmenningar og augnablika í hans eigin æsku. Einnig tekur hann fram að lagið sé á sinn hátt óður til læsis og að honum þyki afar mikilvægt að stuðla að læsi. 

Kynhneigð Katz hefur verið vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla en hann er af mörgum flokkaður sem hinsegin listamaður og talinn tilheyra „queer“ rappsenu New York borgar. Katz hafnar slíkum stimplum og segir kynhneigð sína hreinlega ekki koma listinni við. 

Katz hefur nú dvalist á Íslandi í tíu daga og meðal annars upplifað næturlíf Reykjavíkur þó svo að hann segi réttilega að sé ekki fyrir miklum nóttum að fara. Hann segir tónleikagesti mega búast við miklum svita og dansi á Húrra á morgun og hvetur Íslendinga til að koma og kynna sér ungan rappara á uppleið.

Monitor hvetur lesendur einnig til að kynna sér Zebra Katz betur. Hér má finna tónleikana á Húrra á Facebook og hér má finna Facebook síðu Katz. Hér má svo finna Monitor á Facebook ef ske kynni að þig langaði að láta þér líka við fréttina hér að neðan og á Facebook til að eiga möguleika á að vinna miða á tónleikana á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach