9 staðreyndir um sæði

Þú veist líklega hvernig börn eru búin til en hvað veistu meira um sæði? Womens'Health fékk nokkra sérfræðinga til að greina frá 9 staðreyndum um sundmennina knáu.

1. Það er eldsnöggt af stað

Fyrsta augnablik sáðláts inniheldur mesta magnið af sæði.

2. Það gerir sig heimakomið lengur en margan grunar

Sæði er yfirleitt enn að finna í kvenlíkamanum 48 klukkustundum eftir kynlíf og getur jafnvel gert sig heimakomið í heila viku eftir því hversu „vinalegt“ umhverfi leghálsinn býður upp á.

3. Mikið kynlíf eða sjálfsfróun minnkar ekki sæðisframleiðslu karla.

Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að herramenn klári sundmennina sína. Reyndar gæti slíkt minnkað magn sæðis í hvert skipti fyrir sig en það á ekki að hafa mikil áhrif.

4. Hitastig getur haft áhrif á sæðisframleiðslu.

Sæðisframleiðslagetur sveiflast með veðrinu og á það til að vera minni á sumrin en á veturna þar sem mikill hiti hefur neikvæð áhrif á sæðisframleiðslu. Hiti frá fartölvu í kjöltu eða heitir pottar hafa sömu áhrif og heitt veður og áhrif ofhitnunar geta varið mánuðum saman.

5. Ekki er sannað að ananas bæti bragðið.

Sagt er að neysla ananas geti hjálpað karlmönnum að bæta bragð sæðis síns en aldrei hefur verið framkvæmd áreiðanleg vísindaleg rannsókn á tengingu milli fæðu og sæðisbragðs.

6. Kvenkyns og karlkyns sæði eru jafningjar.

Hvert sæði hefur annað hvort X eða Y litning en líkurnar á því að sæði nái að frjóvga egg eru jafnháar fyrir hvert og eitt þeirra.

7. Það er afar sjaldgæft að hafa ofnæmi fyrir sæði.

Þó svo að ýmsar sögur séu til af konum með sæðisofnæmi er rétt að líta til annarra skýringa fyrst eins og sýkingu í leggöngum. Ef um ofnæmi er að ræða ætti smokkurinn að koma í veg fyrir óþægindi.

8. Sæði fer í gegnum gríðarlegt ferli áður en það kemur að stóru stundinni.

Það tekur um tvo og hálfan mánuð að framleiða allt það sæði sem flýgur út í frelsið í meðal sáðláti.

9. Heilsa karlmannsins hefur áhrif á sæðið.

Sæði getur verið heilbrigðara í mönnum undir fertugu. Það er einnig heilbrigðara í mönnum sem reykja ekki, eru ekki á mjög feitu matarræði og forðast eiturefni í umhverfinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar