Rigning og vindur á þjóðhátíð

Nokkuð samfelld úrkoma verður á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á föstudag …
Nokkuð samfelld úrkoma verður á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á föstudag og laugardag. mbl.is/Árni Sæberg

Nú þegar verslunarmannahelgin er framundan huga eflaust margir að ferðalögum. Sumir eru búnir að ákveða hvert ferðinni verður heitið en aðrir heimsækja þann stað sem kemur best út á veðurkortinu. Veðurfræðingar Veðurstofu Íslands eru þegar farnir að leggja línurnar vegna næstu helgar. 

Landsmenn geta gert ráð fyrir rigningu eða skúrum í flestum landshlutum um helgina en þó verður ekki rigning alla helgina. Ef miðað er við spá sem gerð var í morgun sleppa ferðalangar á Vestfjörðum og á Breiðafirði einna helst við úrkomu. Útlit er fyrir austan- og norðaustanátt á landinu.

Í Vestmannaeyjum verður nokkuð samfelld úrkoma á föstudag og á laugardag og hægur vindur. Þá bætir heldur í vindinn á sunnudag og  fram á mánudag en aftur á móti dregur úr úrkomu á sunnudeginum. 

Að sögn veðurfræðings verður hitastigið á landinu um 8 til 14 gráður og er það heldur svalara en verið hefur síðustu vikur.

Enn eru þó nokkrir dagar í helgina og minnir veðurfræðingur á að nokkurt flökt hafi verið í spánum síðustu daga.

Hægt er að fylgjast með veðurspánni á veðurvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson