Samkynhneigð í náttúrunni

Ástin sko.
Ástin sko.

Einu sinni þótti mörgum Íslendingum samkynhneigð vera hreinasta ónáttúra en það er afar þröngsýn og órökrétt skoðun ef litið er til dýraríkisins. Monitor tók saman lista yfir dýrategundir sem stunda samkynhneigt kynlíf eða sýna sama kyni hegðun tengda mökun eða rómantískri ást. 

1. Mörgæsir. Vitað er til þess að einstaklingar af ýmsum tegundum mörgæsa stundi samkynhneigt kynlíf. Sömuleiðis hafa bæði kvenkyns og karlkyns mörgæsir parað sig saman og vitað er til þess að karlkyns mörgæsapar hafi ættleitt egg, klakið því út í sameiningu og alið upp ungann.

2. Bonobo apar. Bonobo apar eru flestir, ef ekki allir, tvíkynhneigðir og lesbíst kynlíf mun jafnvel algengara meðal tegundarinnar en gagnkynhneigt kynlíf. Bonobo apar eru náskyld manninum.

3. Höfrungar. Vitað er af samkynhneigðri hegðun meðal ýmissa höfrungategunda og hjá báðum kynjum. Þeir eru líka kattaunnendur en það kemur kynhneigð ekkert við.

4. Gíraffar. Samkynhneigð hegðun er afar algeng meðal gíraffa og þá sérstaklega karldýranna sem láta oft vel af hvor öðrum og stunda kynlíf eftir að hafa tuskað hvorn annan aðeins til.

5. Makakíapar. Þessir loðnu hveraelskendur eru einnig kallaðir snjóapar. Kvendýrin para sig gjarnan saman í nokkrar vikur en þegar karldýrin sýna af sér samkynhneigða hegðun er hún yfirleitt ekki bundin einum einstakling.

image

6. Ljón. Ást á milli ljóna þarf ekki að vera bundin til lífstíðar og þess þá síður við kyn.

7. Kindur. Ýmislegt bendir til þess að stór hluti hrúta sé samkynhneigður að öllu leiti.

8. Svartir svanir. Karlkyns pör mynda um einn fjórða para meðal svartra svana. Vitað er til þess að þeir steli hreiðrum eða myndi tímabundinn ástarþríhyrning með kvenfugli þar til eggið klekst út en þá hrekja þeir kærustuna í burtu. 

9. Fílar. Bæði Afrískir og Asíu fílar sýna reglulega af sér samkynhneigða hegðun, hvort sem hún er kynferðisleg eða einfaldlega ástleitin.
Fíllinn hér fyrir neðan er að mála vin sinn eins og eina af frönsku stúlkunum sínum.

10. Drekaflugur. Þegar Drekaflugur stunda kynlíf veldur karlflugan skemmdum á höfði kvenflugunnar en sambærilegar skemmdir finnast reglulega á öðrum karldýrum.

animal animated GIF

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar