Fjölmargir hafa minnst Robin Williams síðasta sólarhringinn, þar að á meðal vinur hans, hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong. Hann segir þeir hafi tengst í gegnum hjólreiðar sem þeir stunduðu af og til saman. Williams ferðaðist einnig um heiminn til að sjá Armstrong keppa.
„Hann var alltaf að segja brandara. Hann var sérstakur maður,“ sagði Armstrong í samtali við sjónvarpsstöðina CNN í gær. Hann sagði að einn af veikleikum Williams hafi verið að hann átti erfitt með að segja nei, hann hafi viljað gleðja fólkið í kringum sig.
Vandamál William og Armströng hafa ratað í fjölmiðla síðustu ár. Leikarinn viðurkenndi fíkn sína og Armstrong að hann hefði neytt lyfja fyrir keppni og var hann inntur eftir því hvort þeir félagarnir hefðu rætt erfiðleika sína sín á milli.
Armstrong svaraði því játandi og bætti við að hann hefði eitt sinn ferðast til Oregon í Bandaríkjunum til að heimsækja William þar sem hann var í meðferð.