Átti í fjárhagserfiðleikum

Robin Williams.
Robin Williams. Ljósmynd/Wikipedia

Að því er tímaritið People greinir frá stóðu tökur yfir á sjónvarpsþáttum á vegum CBS þar sem Robin Williams lék hlutverk. Þættina átti að taka úr sýningu vegna ónógra vinsælda eftir aðeins eina þáttaröð.

Robin Williams virtist dapur og uppgefinn á setti meðan á tökum stóð á sjónvarpsþáttunum og segir einn meðlimur tökuliðsins að andlit Robins Williams hafi allt í einu breyst í miðjum tökum, hann hafi litið út fyrir að vera uppgefinn og virkilega sorgmæddur. Hann hafi síðan tekið sig saman í andlitinu mínútu síðar og neglt senuna sem taka átti upp.

Stofnandi Comic Relief-góðgerðarsamtakanna, Bob Zmuda, sagði um Robin Williams að hann hefði verið hæstánægður á meðan hann kom fram en þegar hann yfirgaf sviðið og fór í búningsherbergi sitt einn varð hann virkilega leiður.

Robin Williams hafði átt í fjárhagserfiðleikum síðustu ár og var miður sín þegar sjónvarpsþættirnir á CBS voru blásnir af.

Heimildarmaður sagði í viðtali við vefsíðuna Radar Online að Robin Williams hafi orðið mjög þunglyndur og hafi skammast sín fyrir að þættirnir hefðu ekki náð vinsældum. Hann segir einnig að staða Robins Williams hafi verið honum erfið þar sem hann hafi líklega ekki búist við því að vera á þeim stað í lífinu sem hann var. Hann hafi verið á sextugsaldri, átt í fjárhagserfiðleikum og hafi neyðst til að taka að sér hlutverk í sjónvarpi peninganna vegna.

Sami heimildarmaður sagði Robin Williams ekki hafa verið sáttan við að taka að sér hlutverk í sjónvarpi og kvikmyndum sem hann vildi ekki taka en neyddist til vegna launanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup