Sótti AA fund fyrir andlátið

Robin Williams.
Robin Williams. mbl.is/AFP

Robin Williams mætti á AA fund deginum áður en hann fannst látinn á heimili sínu í Tiburon í Kaliforníu á mánudaginn var, að því er dagblaðið The Sun greinir frá.

Robin Williams hafði sótt meðferð í júní á þessu ári til þess að haldast edrú en hann hafði áður átt við áfengisfíkn að stríða.

Maður sem hafði verið í sama AA hóp og Robin Williams sagði að leikarinn hefði mætt á laugardaginn síðasta á AA fund.

Robin Williams hætti fyrst að drekka áfengi árið 1982 en hóf drykkju á ný árið 2003. Drykkjunni hætti hann svo aftur þremur árum síðar.

Talið er að Robin Williams hafi einangrað sig mikið og lokað sig af á heimili sínu eftir að hóf á ný meðferð í júní á þessu ári en hann sótti meðferðina til að halda sér áfram edrú.

Líkt og mbl.is greindi frá fyrr í sumar hafði Robin Williams lengi verið edrú en skráði sig í meðferð í nokkr­ar vik­ur þrátt fyr­ir að hafa ekki fallið. Þetta sagðist hann hafa gert til að halda sér á réttri braut.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup