Í féskiní á ströndinni

Glæsilegt féskini hér á ferð.
Glæsilegt féskini hér á ferð. YouTube

Eins og við lærðum af þessu myndbandi er mikilvægt að verja sig gegn sólinni. Sumir ganga þó lengra en aðrir því undanfarin sumur hafa margir íbúar kínversku borgarinnar Qingdao tekið upp á því að fara með sérstakar grímur á ströndina sem minna helst á lambhúshettur. Upprunalega voru það sérstaklega konur á miðjum aldri sem nýttu sér grímurnar, samkvæmt BBC, en nú hefur fyrirbrigðið hlotið alþjóðlega athygli og nýtur vaxandi vinsælda.

 Til að mynda hefur tískutímaritið CR Fashion Book tekið féskiní-ið upp á arma sína og birt myndaþátt þar sem fyrirsætur skarta þrýstnum rauðum vörum, sundfötum og sólgrímunum góðu. Í kjölfarið varð féskini-ið tilefni meira en 12 milljóna pósta á hinu kínverska Twitter, Weibo.

Samkvæmt einum notanda Weibo hefur föl húð tengst klassískri fegurð í Kína frá fornöld þar sem hún var eitt sitt merki um ríkidæmi kvenfólks, sem gat eytt dögum sínum innandyra, fjarri sólinni, ef eiginmenn þeirra eða feður voru nægilega ríkir. Í þeim borgum Kína þar sem mestra vestrænna áhrifa gætir eru fegurðargildin hægt og rólega að breytast en krem sem ætlað er að gera húðina ljósari njóta þó enn mikilla vinsælda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson