8 hlutir sem þú gerir ef það gýs

Æi við fórum bara í smá göngutúr við eldgosið.
Æi við fórum bara í smá göngutúr við eldgosið. RAX / Ragnar Axelsson

Að gjósa eða ekki gjósa, það er efinn. Á meðan þú bíður spennt/ur eftir frekari fregnum af Bárðarbungu getur þú byrjað að undirbúa þig fyrir allt það sem þú munt án efa gera þegar og ef það gýs.

1. Þú skrifar Facebook status á ensku þar sem þú lætur erlenda vini þína vita að eyjan sé ekki sprungin og að þú munir, þrátt fyrir allt, lifa þetta af. Í framhaldinu tekurðu við fullt af misgóðum bröndurum um hvernig eigi að bera fram Eyjafjallajökull og Bárðarbunga.

2. Þú skellir í prófílmynd af þér með gosið í baksýn. Ef gosið verður hraunfjör eins og Fimmvörðuháls en ekki öskuský eins og Eyjafjallajökull það er að segja. Þér er auðvitað slétt sama hvað yfirvöld segja um hættu þess að standa keik/ur og taka 300 sjálfsmyndir með hraunmola fljúgandi allt í kring enda verður prófílmyndin sem af áhættunni hlýst minnst 100 „læka“ virði.

space animated GIF

3. Þú fylgist ótrúlega vel með vefmiðlum fyrstu dagana, bæði íslenskum og erlendum svo þú sért samræðuhæf/ur í hádegismatnum en ef gosið stendur í meira en tvær vikur fara gosfréttir að verða þreyttar og þú snýrð þér aftur að því að taka kannanir á Buzzfeed.

4. Þú finnur fyrir stórfurðulegu þjóðarstolti þegar þú sérð fréttir af gosinu á erlendum vefmiðlum og gerir óspart grín að allri histerískri umfjöllun enda eru svona eldgos ekkert stórmál fyrir þér, þaulvönum Íslendingnum. 

lava animated GIF

5. Jafnvel þó gosið verði öskugos, muntu líklega ekki geta staðist mátið að kíkja á herlegheitin og skellir þér á rúntinn svo þú getir tekið Instagram myndband eða Snapchat af því hvernig það sést ekkert þegar þú ert inni í því. 

6. Sama hvort gosið verður öskugos eða hraungos mun bíllinn þinn á einhverjum tímapunkti sitja fastur í bílaröð út úr bænum sem lætur bílaröðina út í Landeyjahöfn á þjóðhátíð líta út eins og kóngalínu í barnaafmæli.

7. Þú neyðist til að hætta á Twitter af því að gosbrandararnir verða orðnir svo þreyttir.

8. Ef gosið veldur truflun á flugumferð, verður þér sú staðreynd ljós að þú munt eyða næstu árunum í að taka ábyrgð á því í hvert skipti sem einhver erlendis fréttir að þú sért frá Íslandi. „Yes, we did it again. We really can't control the volcanos but we will try to keep it in our pants next time you are flying. “

dinosaurs animated GIF

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar