Þó hún hafi aðeins ratað til Íslands í mýflugumynd enn sem komið er varla þverfótað fyrir ísvatnsáskoruninni á samfélagsmiðlum vestanhafs. Áskorunin felst í því að sá sem skorað er á þarf að demba yfir sig fötu af ísköldu vatni mest 24 tímum eftir að skorað hefur verið á viðkomandi. Þá hefur sá leyfi til að skora á þrjá í viðbót og þannig heldur leikurinn áfram.
Ísvatnsáskoruninni er ætlað að vekja athygli á sjúkdómi sem nefnist blönduð hreyfitaugahrörnun (ALS) en er einnig þekkt sem Lou Gehrigs-sjúkdómur og er algengasta tegund hreyfitaugahrörnunnar (MND). ALS hefur áhrif á svokallaða hreyfitaugunga sem liggja frá miðtaugakerfi til vöðva. Þegar hreyfitaug deyr getur hún ekki sent skilaboð til vöðva og því rýrnar viðkomandi vöðvi og lamast. Enn hefur ekki verið fundin lækning á sjúkdómnum en stöðugt er unnið að því að finna upp ný lyf sem hægja á framgangi sjúkdómsins.
Ótal heimsfrægir einstaklingar hafa ljáð baráttunni rödd sína í gegnum ísvatnsáskorunina og Monitor tók saman tíu fyndnustu ísvatnsmyndbönd fræga fólksins sem finna má á veraldarvefnum í dag.
1. Justin Timberlake.
2. Jimmy Fallon og The Roots.
3. Mark Zuckerberg.
4. (Hin 86 ára gamla) Ethel Kennedy.
5. Lena Dunham.
6. Lady Gaga.
7. Britney Spears.
8. Oprah.
9. Christiano Ronaldo.
10. Chris Pratt.