Flytur frumsamin lög í Dómkirkjunni

Guðrún Árný Karlsdóttir
Guðrún Árný Karlsdóttir

„Það gengur rosalega vel að æfa, en við erum búin að hittast alla daga í þessari viku, segir söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir, en hún heldur tónleika annað kvöld í Dómkirkjunni. 

Guðrún verður með nokkra hljóðfæraleikara með sér, þá Pétur Valgarð á gítar, Birgi Stein Theodórsson á bassa og Árna Friðberg Helgason á slagverk.

Á tónleikunum, sem hefjast klukkan 19, verða flutt frumsamin lög eftir Guðrúnu og bróður hennar Hilmar Karlsson, í bland við þekkt dægurlög.

„Ég held tónleika einu sinni á ári, og það er á Menningarnótt í Dómkirkjunni,“ segir Guðrún, en þetta er í fimmta skiptið sem hún heldur tónleika á Menningarnótt í kirkjunni.

„Dómkirkjan er uppáhalds kirkjan mín í Reykjavík og svo elska ég Menningarnótt, hún er eiginlega uppáhalds viðburðurinn minn.“

Söngvararnir Jógvan Hansen, Soffía Karlsdóttir og Ester Jökulsdóttir munu syngja dúetta með Guðrún á laugardaginn.   

Guðrún segist hlakka til á morgun. „Þetta er frítt og ekki of langt, aðeins 45 mínútur í heildina. Svo er fólki velkomið að kíkja inn í eitt til tvö lög og halda síðan bara áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup