Flytur frumsamin lög í Dómkirkjunni

Guðrún Árný Karlsdóttir
Guðrún Árný Karlsdóttir

„Það gengur rosalega vel að æfa, en við erum búin að hittast alla daga í þessari viku, segir söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir, en hún heldur tónleika annað kvöld í Dómkirkjunni. 

Guðrún verður með nokkra hljóðfæraleikara með sér, þá Pétur Valgarð á gítar, Birgi Stein Theodórsson á bassa og Árna Friðberg Helgason á slagverk.

Á tónleikunum, sem hefjast klukkan 19, verða flutt frumsamin lög eftir Guðrúnu og bróður hennar Hilmar Karlsson, í bland við þekkt dægurlög.

„Ég held tónleika einu sinni á ári, og það er á Menningarnótt í Dómkirkjunni,“ segir Guðrún, en þetta er í fimmta skiptið sem hún heldur tónleika á Menningarnótt í kirkjunni.

„Dómkirkjan er uppáhalds kirkjan mín í Reykjavík og svo elska ég Menningarnótt, hún er eiginlega uppáhalds viðburðurinn minn.“

Söngvararnir Jógvan Hansen, Soffía Karlsdóttir og Ester Jökulsdóttir munu syngja dúetta með Guðrún á laugardaginn.   

Guðrún segist hlakka til á morgun. „Þetta er frítt og ekki of langt, aðeins 45 mínútur í heildina. Svo er fólki velkomið að kíkja inn í eitt til tvö lög og halda síðan bara áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir