Leikarans Robin Williams var minnst á Emmy verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gærkvöldi en meðal þeirra sem tóku til máls var leikarinn Billy Crystal en þeir voru miklir félagar.
Crystal sagði að Williams hafi verið bjartasta stjarnan á vetrarbraut grínsins. Hann fór yfir ævi og störf Robins Williams í ræðu sinni og rifjaði upp góðar stundir sem þeir hafi átt saman ´í gegnum tíðina.
Á hátíðinni í Nokia leikhúsinu voru birtar glefsur af Williams úr kvikmyndum, á sviði og í spjallþáttum. Í lokin var birt mynd af honum og þögn sló á salinn.
Robin Williams framdi sjálfsvíg þann 11. ágúst sl. Hann var 63 ára er hann lést.