Drottning illkvittninnar hefur yfirgefið sviðið

„Ég vildi óska að ég ætti tvíburasystur til að vita hvernig ég liti út án lýtaaðgerða.“ Skemmtikrafturinn Joan Rivers var þekkt fyrir hárbeitt skopskyn sitt. Hún lét fræga fólkið heyra það en hlífði sjálfri sér síst í kaldhæðinni umfjöllun sinni um útlitsdýrkun og framafíkn. „Þú skalt aldrei vera hræddur við að gera grín að sjálfri þér, því þegar upp er staðið gætir þú verið að missa af besta brandara aldarinnar,“ sagði hún eitt sinn.

Rivers lést í gær, 81 árs að aldri. Sjá frétt mbl.is: Joan Rivers látin

Rivers var oft kölluð Drottning illkvittninnar (e. Queen of mean). Hún var snillingur í að svara fyrir sig, oftast með stuttum, skörpum, athugasemdum.

Hér eru nokkrar sprenghlægilegar:

„Ástarlíf mitt er eins og svissneskur ostur. Það vantar að stærstum hluta og það sem er til staðar lyktar.“

„Öll börn líta út eins og Renée Zellweger ýtt upp að glerrúðu.“

„Fólk sem velur Óskarsverðlaunamyndir er svo gamalt. Ég hef ekki hitt neinn úr nefndinni sem er með túrtappa í veskinu sínu.“

„Eiginmaður minn vildi láta brenna sig. Ég sagði honum að ég myndi dreifa öskunni í Neiman Marcus (lúxusvöruverslun í Bandaríkjunum) - þannig gæti ég heimsótt hann á hverjum degi.“

„Ég hef farið í svo margar lýtaaðgerðir að þegar ég dey verður lík mitt gefið til Tupperware.“

„Að líta út fyrir að vera fimmtug er frábært - ef þú ert sextug.“

„Eina leiðin til að fá karlmann til að snerta mig á þessum aldri er á meðan lýtaaðgerð stendur.“

„Ég ætla svo sannarlega að mæta á Emmy-verðlaunahátíðina þetta árið! Förðunarteymið mitt er tilnefnt fyrir tæknibrellur.“

„Þegar ég dey vil ég að Meryl Streep verði fengin til að gráta með fimm ólíkum hreimum við útförina.“

„Ég sagði við manninn minn, af hverju kallarðu ekki nafnið mitt þegar við erum að njóta ásta? Hann svaraði: Því ég vil ekki vekja þig.“

Reif fræga fólkið í sig

Rivers var snemma þekktur uppistandari. Frá því í september 2010 var hún stjórnandi í þættinum Fashion Police á sjónvarpsstöðinni E! Þátturinn naut undir hennar stjórn gríðarlegra vinsælda en með henni í þættinum voru m.a. Kelly Osborne, Giuliana Rancic og George Kotsiopoulos. Í þættinum var fjallað um klæðaburð og útlit fræga fólksins og átti Rivers þar góða spretti er hún reif í sig viðkomandi með lýsingarorðum sem fáir aðrir hefðu þorað að nota í sjónvarpi. Vegna þessa fékk hún stundum viðurnefnið eiturtungan.

Söngkonan Rihanna er meðal þeirra sem fengu að heyra það frá henni. „Ég hef ekki séð svona grænar varir síðan Svínka steig út úr baksætinu á bílnum hans Kermits,“ sagði hún m.a. eitt sinn um hana.

Hún var líka óþreytandi við að gagnrýna Gwyneth Paltrow, sérstaklega ákvarðanir hennar varðandi mataræði og skilnaðinn við Chris Martin.

Á síðasta ári hóf hún að birta myndbönd á Youtube, In Bed with Joan, þar sem hún bauð fræga fólkinu bókstaflega að spjalla uppi í rúminu hennar.

En Rivers var umdeild. Hún var t.d. á svarta listanum í the Tonight Show á NBC-sjónvarpsstöðinni. Grínistinn Jimmy Fallon, sem tók nýverið við þættinum, aflétti þessu banni og fékk Rivers til sín í þáttinn nýlega. Þá hafði hún ekki komið fram í honum frá því árið 1965, að því er fram kemur í frétt Guardian.

Margir hafa minnst Joan Rivers, nú þegar hún er fallin frá. Meðal þeirra er Karl Bretaprins. Hann sagði hana hafa verið einstakan skemmtikraft. Rivers var meðal gesta í brúðkaupi Karls og Camillu Parker Bowles árið 2005.

„Joan Rivers var einstök kona,“ sagði Karl. „Hún var með óstöðvandi kímnigáfu og brennandi áhuga og lyst á lífinu. Hennar verður sárt saknað og enginn getur nokkru sinni komið í hennar stað.“

Hér að neðan má sjá samantekt af því besta frá ferli Joan Rivers.

Blóm og kerti á stjörnu Joan Rivers á frægðargötunni í …
Blóm og kerti á stjörnu Joan Rivers á frægðargötunni í Hollywood. AFP
Joan Rivers í Cannes árið 2009.
Joan Rivers í Cannes árið 2009.
Joan Rivers og dóttir hennar, Melissa Rivers árið 2013.
Joan Rivers og dóttir hennar, Melissa Rivers árið 2013.
Á Golden Globe-verðlaunahátíðinni árið 2005.
Á Golden Globe-verðlaunahátíðinni árið 2005.
Ásamt dóttur sinni á rauða dreglinum á Golden Globe árið …
Ásamt dóttur sinni á rauða dreglinum á Golden Globe árið 2005.
Joan Rivers.
Joan Rivers. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir