Leikarinn Richard Kiel, eða stáltennti risinn Jaws líkt og aðdáendur kvikmyndanna um breska njósnarann James Bond þekkja hann, er látinn 74 ára að aldri.
Kiel lést í Kaliforníu en hann var bandarískur. Samkvæmt frétt BBC hefur sjúkrahúsið í Fresno staðfest að leikarinn hafi látist þar í gær en ekki hefur fengist gefið upp hvert banamein hans var.
Kiel lét meðal annars í The Spy Who Loved Me árið 1977 og Moonraker árið 1979. Hann kom einnig fram í gamanmyndinni Happy Gilmore árið 1996.