Stáltennti risinn látinn

Leikarinn Richard Kiel, eða stáltennti risinn Jaws líkt og aðdáendur kvikmyndanna um breska njósnarann James Bond þekkja hann, er látinn 74 ára að aldri. 

Kiel lést í Kaliforníu en hann var bandarískur. Samkvæmt frétt BBC hefur sjúkrahúsið í Fresno staðfest að leikarinn hafi látist þar í gær en ekki hefur fengist gefið upp hvert banamein hans var. 

Kiel lét meðal annars í The Spy Who Loved Me árið 1977 og Moonraker árið 1979. Hann kom einnig fram í gamanmyndinni Happy Gilmore árið 1996. 

Jaws átti að deyja í myndinni The Spy Who Loved Me en þar sem risinn (hann var 2,18 metrar að hæð) var svo vinsæll meðal áhorfenda var ákveðið að lífga hann við og láta hann koma fram í Moonraker. Kiel sagði nýverið í þætti á BBC að í upprunalega handritinu hefði hann átt að deyja í hákarlaárás.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir