Búningur sem bandaríski leikarinn Robin Williams klæddist í sjónvarpsþættinum Mork and Mindy sem naut vinsælda á áttunda áratugnum, verður boðinn upp í Kaliforníu í október.
Hlutverkið kom Williams á kortið í sjónvarpi en hann hafði áður starfað sem uppistandari.
Í þáttunum lék Williams geimveruna Mork og klæddist ávallt búningnum. Williams lést þann 11. ágúst.