Á fimmtudaginn frumsýnir Borgarleikhúsið verkið Kenneth Máni. Kenneth er góðkunningi lögreglunnar sem sló í gegn í Fangavaktinni. Björn Thors fer með hlutverk Kenneths og er leikstjórn í höndum Berg Þórs Ingólfssonar. Verkið samdi Jóhann Ævar Grímsson, Saga Garðarsdóttir og Björn Thors.
Kenneth Máni Johnson, um tíma Ketill Máni Áslaugarson, vann fyrir Georg Bjarnfreðarson í Fangavaktinni. Kenneth er eilífðarfangi sem glímir við lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni og almennt hömluleysi. En hann er alveg óhræddur við að segja áhorfendum frá þessu öllu saman og svara spurningum þeirra um „lívið og tilverunna”. Kenneth Máni og Bubbi Mortens, sem er meðferðarfulltrúi Kenneths, fóru saman í stúdíó og tóku upp titillag sýningarinnar, segir í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu.
Aðstandendur sýningarinnar:
Höfundar: Saga Garðarsdóttir, Jóhann Ævar Grímsson og Björn Thors | Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson | Leikmynd: Móeiður Helgadóttir | Búningar: Helga Rós Hannam | Lýsing&hljóð: Garðar Borgþórsson | | Leikari: Björn Thors