Williams kvaddi vin sinn

Robin Williams.
Robin Williams. AFP

Skoski grínistinn Billy Connolly segir að vinur hans, leikarinn Robin Williams, hafi hringt í hann og beðið um ráð í kjölfar þess að greinast með Parkinsons sjúkdóminn, aðeins fáum dögum áður en hann svipti sig lífi.

Connolly segir við dagblaðið Daily Mirror að Williams hafi leitað til sín og að í þessu síðasta samtali þeirra hafi hann þakkað sér fyrir góð ráð 

Connolly er sjálfur með Parkinsons-sjúkdóminn. Hann var greindur á undan Williams. Þeir ræddu meðal annars um afleiðingar sjúkdómsins. 

Félagarnir ræddust við aðeins fáum dögum áður en Williams lést. Connolly segir að Williams hafi ítrekað sagt hvað sér þætti vænt um hann. „Í símtalinu sagðist hann ítrekað elska mig. Ég sagðist vita það en hann hélt áfram að segja það, spurði hvort ég vissi ekki örugglega að honum þætti vænt um mig.“

Connolly segist hafa undrast þetta og spurt sig hver skýringin gæti verið. „En þegar hann dó þá hugsaði ég: Guð minn góður, hann var að kveðja mig.““

Billy Connolly.
Billy Connolly. Af Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup