Ganga í það heilaga í dag

Geor­ge Cloo­ney og tilvonandi eiginkona hans, Amal Alamudd­in í Feneyjum …
Geor­ge Cloo­ney og tilvonandi eiginkona hans, Amal Alamudd­in í Feneyjum í gær. AFP

Leikarinn og hjartaknúsarinn Geor­ge Cloo­ney mun ganga að eiga unnustu sína, breska lög­fræðinginn Amal Alamudd­in í dag. Stórstjörnur, ljósmyndarar og fjölmiðlamenn eru samankomnir í Feneyjum í dag til að fylgjast með brúðkaupinu. 

Ekki hefur verið nákvæmlega staðfest hvar og hvenær brúðkaupið mun fara fram, en samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs mun mótttaka gesta að öllum líkindum fara fram á lúxushótelinu Aman Canal Grande, þangað sem gestir geta komist með vatnaleigubíl.

Meðal fyrstu gesta brúðkaupsins sem komu til Feneyja í gær voru leikarinn Matt Damon og súpermódelið Cindy Crawford. Rande Gerber, eiginmaður Crawford verður samkvæmt heimildum slúðurmiðla svaramaður, og mun ná­inn vin­ur Cloo­ney, Walter Veltron, gefa brúðhjón­in sam­an.

Þá er talið að brúðar­kjóll Alamudd­in komi úr smiðju Söruh Burt­on sem hann­ar und­ir merki Al­ex­and­er McQu­een. Cloo­ney mun þá að öll­um lík­ind­um klæðast jakka­föt­um frá Gi­orgio Armani á stóra deg­in­um.

Í gær sáust Cloo­ney og Alamudd­in á ferð og flugi um Fen­eyj­ar ásamt fylgd­arliði sínu. 

George Clooney sást fyrr í dag ræða málin við Cindy …
George Clooney sást fyrr í dag ræða málin við Cindy Crawford og eiginmann hennar, Rande Gerber sem kemur til með að vera svaramaður. AFP
Vatnaleigubíll fyrir utan lúxushótelið Aman Canal Grande.
Vatnaleigubíll fyrir utan lúxushótelið Aman Canal Grande. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir