Hollywoodstjarnan George Clooney og eiginkona hans, mannréttindalögmaðurinn Amal Alamuddin, vöktu mikla athygli þegar þau brugðu undir sig betri fætinum og sigldu um síki Feneyjaborgar í dag, en Clooney og Alamuddin gengu í það heilaga í gær.
Fjölmargir sigldu á eftir báti hjónanna sem skemmtu sér fram eftir nóttu ásamt vinum og vandamönnum, en þeirra á meðal eru stærstu stjörnurnar í Hollywood.
„Brúðkaupið var fullkomið og rúmlega það,“ sagði Ramzi Alamuddin, faðir brúðarinnar, í samtali við AFP. Hann segir að athöfnin og veislan hafi verið bæði verið mikilfengleg en í látlaus í senn.
Faðirinn segir ennfremur, að Clooney og Alamuddin eigi mjö vel saman og að þau séu afar ánægð með móttökur borgarbúa.