Borgaraleg vígsla í Feneyjum í dag

Brúðhjónin George Clooney og Amal Alamuddin
Brúðhjónin George Clooney og Amal Alamuddin AFP

Breski mannréttindalögfræðingurinn Amal Alamuddin og bandaríski leikarinn George Clooney, sem gengu í hjónaband í Feneyjum á laugardag, munu í dag ganga frá hjúskaparheitum sínum við borgaralega athöfn í borginni.

Hjónin hafa vakið mikla athygli í Feneyjum enda hefur brúðkaupinu verið fagnað í fjóra daga. Þau gista á Cipriani-hótelinu og bíður mikill fjöldi ljósmyndara og aðdáenda þar fyrir utan en von er á þeim út um hádegið að ítölskum tíma, um 10 að íslenskum tíma.

Það er fyrrverandi borgarstjóri Rómar, Walter Veltroni, sem mun gefa þau saman í ráðhúsinu í Feneyjum en þeir Clooney eru miklir vinir. 

Meðal þeirra sem fögnuðu brúðkaupinu með Alamuddin og Clooney um helgina eru Matt Damon, Bill Murray, Cindy Crawford og eiginmaður hennar Rande Gerber sem orðrómur er um að sé svaramaður leikarans.

Hjónin George Clooney og Amal Alamuddin fóru í siglingu í …
Hjónin George Clooney og Amal Alamuddin fóru í siglingu í gær. AFP
Hamingjusöm hjón George Clooney og Amal Alamuddin
Hamingjusöm hjón George Clooney og Amal Alamuddin AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir