Hjartaknúsarinn George Clooney gifti sig um helgina og vakti brúðkaupið mikla athygli meðal almennings. Allir virtust vera spenntir að sjá brúðkaupsmyndirnar og kjólinn sem Amal Alamuddin, eiginkona Clooney, klæddist.
Til að gera öllum til geðs seldu þau Clooney og Alamuddin brúðkaupsmyndir til birtingar í tímaritunum People, US og Hello! fyrir dágóða summu. Nú hafa þau hjónakorn ákveðið að gefa nánast allan ágóðan til góðgerðarmála.
„Allar myndirnar sem birtust munu bjarga mannslífum,“ sagði náinn vinur Clooney í viðtali sem birtis á TMZ.com en ágóðinn mun renna til Satellite Sentinel Project samtakanna sem vinna í þágu bágstaddra í Súdan
Ekki er vitað hversu mikið þau Clooney og Alamuddin fengu fyrir myndirnar.