Mannréttindalögfræðingurinn Amal Alamuddin, eiginkona George Clooney, hefur nú breytt eftirnafni sínu í Clooney en víða um heiminn er hefð fyrir því að konur taki upp ættarnafn eiginmanns síns.
Amal og George gengu í það heilaga hinn 27. september í Feneyjum. Eftir brúðkaupið fóru þau rakleiðis í brúðkaupsferð en núna virðist Amal vera byrjuð að vinna aftur. Samkvæmt heimasíðu hennar hefur hún nú breytt nafninu sínu í Amal Clooney en fregnir herma að hún hafi haldið Alamuddin-nafninu sem millinafni.
George er þá einnig byrjaður að vinna aftur samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs en hann sást í New York í seinustu viku, hann var án eiginkonu sinnar.