Forstjóri Apple kominn út úr skápnum

Tim Cook, forstjóri Apple.
Tim Cook, forstjóri Apple. AFP

„Þrátt fyrir að hafa aldrei neitað kynhneigð minni, hef ég aldrei viðurkennt hana opinberlega, fyrr en nú. Ég er stoltur af því að vera hommi, og ég tel samkynhneigð vera eina af stærstu gjöfum sem Guð gaf mér.“ Þetta skrifaði Tim Cook, forstjóri Apple, í pistli á vefsíðunni Bloomberg Businessweek í dag. 

Þar segist hann hafa verið opinskár með kynhneigð sína í mörg ár, og margir af samstarfsfélögum hans hjá Apple viti af því að hann er hommi. „Það virðist ekki hafa nein áhrif á það hvernig þeir koma fram við mig,“ skrifaði Cook. „Ég hef verið svo heppinn að starfa hjá fyrirtæki sem elskar sköpunargleði og nýsköpun og veit að slíkt blómstrar aðeins þegar fjölbreytileika fólks er fagnað. Það eru ekki allir svo heppnir.

Cook segist ekki líta á sig sem aðgerðarsinna, en hann átti sig á því hversu mikið hann hefur notið góðs af fórnum annarra. „Þannig að ef það hjálpar einhverjum, sem er í vandræðum með að finna sjálfan eða sjálfa sig, að heyra að forstjóri Apple sé samkynhneigður, þá er þess virði að skipta á því og friðhelgi einkalífs míns.“

Þá segir hann það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að koma opinberlega út úr skápnum þar sem friðhelgi einkalífsins skipti hann miklu máli. „Að skilja að fólk er ekki skilgreint eftir kynhneigð þess, kynþætti eða kyni er hluti af samfélagslegum framförum. Ég vona að fólk virði löngun mína til að einbeita mér að því sem ég er góður í því sem færir mér gleði.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson