Umboðsmaðurinn keppir í glímu

Sölvi Fannar Viðarsson
Sölvi Fannar Viðarsson mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Við leggjum af stað í fyrramálið. Hafþór er að fara á hátíð sem heitir IGM Convention og er haldin í Dubai. Þetta tengist því að hann leikur Fjallið í Game of Thrones og ég fer út með sem umboðsmaður hans,“ segir Sölvi Fannar Viðarsson, umboðsmaður Hafþórs Júlíusar Björnssonar í samtali við mbl.is. 

„Þetta er frábært tækifæri til þess að hitta fólk úr þessu fagi. Við erum alltaf að reyna að ýta honum áfram út í allskonar samstarf og það hefur gengið alveg frábærlega. Ég hef undanfarið verið að vinna að fimm stórum samningum sem munu hafa mjög mikil áhrif á ferilinn hans,“ segir Sölvi Fannar. „Ég get því miður ekki tjáð mig meir að svo stöddu en við erum líklega búnir að landa fyrstu Hollywood myndinni.“

Hann segir jafnframt að fólk geri sér oft ekki grein fyrir þeirri miklu vinnu sem felst í því að vera Hafþór Júlíus. „Hann er náttúrulega bæði að keppa í aflraunum og að leika.“

Vann gífurlega erfitt mót í Malasíu

Hafþór Júlíus kom heim í gær frá Malasíu en þar tók hann þátt í einu erfiðasta móti sem hann hefur keppt í á árinu að sögn Sölva Fannars sem heitir SCL eða Strong Man Champions League. Hafþór gerði sér lítið fyrir og vann mótið. 

„Þarna keppti hann við marga af sterkustu mönnum heims og vann. Hann og sá sem var í öðru sæti voru jafnir á stigum en Hafþór vann fleiri greinar og varð því sigurvegari. En þetta var gífurlega erfitt mót,“ segir Sölvi Fannar. 

Keppir í síberískri glímu, fyrstu Íslendinga

En það er ekki aðeins Hafþór sem tekur þátt í mótum, heldur Sölvi Fannar einnig. Þegar þeir félagar klára hátíðina í Dubai heldur hann til Síberíu þar sem hann mun keppa í heimsmeistaramótinu í síberískri glímu, fyrstur Íslendinga.

„Ég hef ekki stundað þessa íþrótt lengi en ég mun fara þangað og taka víkingageðveikina á þetta. Maður getur aldrei gert betur en sitt besta og ég mun leggja allt mitt í þetta,“ segir Sölvi Fannar og bætir við að síberísk glíma sé mjög krefjandi íþrótt. Hátt í 300 manns munu keppa á mótinu. 

Auk Sölva Fannars mun íslenska kraftakonan Þóra Þorsteinsdóttir keppa á mótinu.

Sölvi Fannar segir að það virki vel saman að vera umboðsmaður og að keppa á heimsmeistaramótinu í síberískri glímu. „Þetta er alveg frábært því þarna er ég líka að fara að hitta fólk úr kvikmyndageiranum. “

En hvernig undirbýr maður sig fyrir mót eins og þetta?

„Maður bara tekur harkalega á  því. Ég er búinn að vera að þjálfa í rúmlega tuttugu ár og setti bara saman mitt eigið kerfi og er búinn að duglegur að æfa eftir því,“ segir Sölvi. 

Hann segir síberísku glímuna vera mjög tæknilega grein. „Maður gerir bara eins vel og maður getur. Einhver sagði að ég ætti að koma heim með bikar. Ég sagði að ég myndi allavega koma með eggjabikar,“ segir Sölvi Fannar að lokum og hlær.

Hafþór Júlíus Björnsson
Hafþór Júlíus Björnsson Morgunblaðið/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup