Beyoncé og Jay Z komin til landsins

Beyoncé og Jay-Z.
Beyoncé og Jay-Z. mbl.is/AFP

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er stjörnup­arið Beyoncé og Jay Z komið til lands­ins. Munu þau hafa lent á einkaþotu sinni á Reykja­vík­ur­flug­velli fyrr í kvöld. Aðdá­end­ur þeirra í borg­inni geta þó sagt skilið við all­ar von­ir um að rek­ast á þau í kvöld þar sem hjóna­korn­in héldu bein­ustu leið út úr borg­inni.

Parið er sagt vera komið til lands­ins til að halda upp á af­mæli Jay Z. Þau eiga að vera með ís­lenska leiðsögu­menn meðan á dvöl­inni á Íslandi stend­ur ásamt því að vera með ís­lenska ör­ygg­is­gæslu að hluta. Líf­verðir hjón­anna verði með í för.

Í Íslands­för þeirra mun meðal ann­ars standa til að þau fljúgi yfir eld­gosið í Holu­hrauni. Þá verður slegið upp af­mæl­is­veislu fyr­ir Jay-Z sem verður 45 ára fimmtu­dag­inn 4. des­em­ber. Heim­ild­ir Nú­tím­ans herma að vin­ir hjón­anna fagni af­mæl­inu með þeim.

Fyrri frétt­ir

Jay Z og Beoncé sögð á leið til lands­ins

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú verður að hrinda málum í framkvæmd, þótt vinnufélagar þínir séu tregir í taumi. Virðuleikinn sem þú ljærð atburðum dagsins myndi ekki fást fyrir peninga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú verður að hrinda málum í framkvæmd, þótt vinnufélagar þínir séu tregir í taumi. Virðuleikinn sem þú ljærð atburðum dagsins myndi ekki fást fyrir peninga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar