Gjafir fyrir marga milljarða

Beyoncé Knowles og Jay Z með dóttur sína Blue Ivy.
Beyoncé Knowles og Jay Z með dóttur sína Blue Ivy. mbl.is/AFP

Hvað ætlar þú að gefa ástinni í lífi þínu í jólagjöf?

Sumir eyða háum fjárhæðum ár hvert í jóla- afmælis- og tækifærisgjafir handa mökum sínum en fáir komast með tærnar þar sem Jay-Z og Beyoncé hafa hælana.

Jay-Z heldur upp á afmælið sitt hér á landi á morgun og má búast við því að eiginkona hans hyggist dekra hann all rækilega af því tilefni. Stjörnupör með viðlíka fjárráð láta sér ekki nægja að baka og gefa fótanudd á tillidögum og hleypur kostnaður hjónanna við gjafir til hvors annars í gegnum árin á milljörðum.

Einkaþota, eyja og hvítagullsgemsi

Árið 2009 fagnaði Jay-Z Valentínusardeginum með því að gefa Beyoncé þriggja milljóna króna síma húðaðan hvítagulli. Ekki mun hinsvegar ljóst hvort inneign fylgdi með. Árið 2013 fékk Beyoncé svo gull og silfur armband sem kostaði 300 þúsund krónur í snemmbúna Valentínusargjöf frá ástinni sinni. Árið 2010 gaf Jay-Z sinni heittelskuðu heila eyju í afmælisgjöf. Eyjan kostaði 2,5 milljarða króna en það má nú gera ráð fyrir að Beyoncé leyfi eiginmanninum einnig að njóta góðs af henni við og við.

Þetta sama ár keypti Jay-Z jólagjafirnar á aðfangadagskvöld samkvæmt slúðurskjóðum Hollywood. Það þýddi þó ekki að gjafirnar væru af verri undanum því daginn eftir, þegar gjafirnar voru opnaðar að bandarískum sið, fann Beyoncé Birkin töskur frá Hermés að andvirði 44 milljóna íslenskra króna undir jólatrénu.

Þegar Jay-Z varð 41 árs gaf Beyoncé honum 250 milljóna króna bíl, hvítan Bugatti Veyron Sport. Í tilefni af fæðingu dóttur þeirra, Blue Ivy, árið 2012 gaf Beyoncé barnsföður sínum hring með safírsteini sem kostaði rúmlega 62 milljónir íslenskra króna. Jay-Z gengur með hringinn á litla fingri.

Á feðradaginn árið 2012 gaf  Beyoncé eiginmanni sínum einkaþotu af gerðinni Bombardier Challenger 850. Einkaþotan kostaði um 5 milljarða íslenskra króna og inniheldur tvö fullbúin baðherbergi, svefnherbergi, eldhús og stofu.

Beyoncé varð 33 ára í september og Jay-Z gaf út myndband af því tilefni sem sýnir skot af söngkonunni á nýlegri tónleikaferð þeirra hjóna. Líklega var það ekki eina gjöfin sem rapparinn gaf afmælisbarninu en þau héldu upp á afmælið á snekkju utan við eyjuna Korsíku. Leiga á snekkjunni kostar um 100 milljónir íslenskra króna fyrir eina viku.

Hér að neðan má sjá myndbandið sem Jay-Z gerði til að fagna afmæli Beyoncé í september.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson