Voru gestir Jay-Z að lenda?

mbl.is/AFP

Þyrlan sem Beyoncé og Jay-Z eiga að hafa notast við á ferð sinni um landið er komin aftur á Reykjavíkurflugvöll. 

Fyrir klukkutíma síðan stóð hún við hlið einkaþotunnar sem talið er að hjónin hafi ferðast með til landsins og eins og myndin hér að neðan sýnir stóðu dyr þotunnar opnar.

Hilmar Þór Guðmundsson segist að mestu leyti hafa verið að gera að gamni sínu með því að deila myndinni á Instagram en hún hefur nú þegar færst yfir á aðra miðla fyrir tilstuðlan erlendra aðdáendasíðna parsins.

Hilmar segist einnig hafa séð aðra einkaþotu lenda á vellinum á svipuðum tíma og þyrlan var þar og að um tuttugu manns hafi verið sótt í hana á jeppum. Má geta sér til að þar hafi verið gestir í afmælisveislu Jay-Z á ferð en eins og Hilmar sagði gætu þetta allt eins verið starfsmenn Ísfélagsins í Vestmannaeyjum.

Hilmar segir starfsfólk flugvallarins hafa bardúsað eitthvað í kringum þyrluna og að hún hafi síðan flogið aftur sinn veg. Má því í það minnsta gera ráð fyrir að stjörnuparið sjálft sé enn á landinu.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/wOj6HYumDV/" target="_top">Halló Jay Z og Beyonce! #jayz #beyonce #destinyschild #iceland</a>

A photo posted by Hilmar Þór (@hilmartor) on Dec 12, 2014 at 5:57am PST

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan