Beyoncé og Jay-Z versluðu í 66°Norður

Jay Z og Beyoncé dvöldu hér á landi í síðustu …
Jay Z og Beyoncé dvöldu hér á landi í síðustu viku. Ljósmynd/WireImage

Stjörnuparið Beyoncé og Jay-Z keypti varning í 66°Norður meðan á dvöl þeirra hér á landi stóð. Þetta staðfestir Aldís Arnardóttir, rekstrar- og sölustjóri verslunarsviðs 66°Norður, í samtali við mbl.is.

Ekki fengust frekari upplýsingar frá versluninni um kaup parsins, en samkvæmt heimildum mbl.is keypti parið varning fyrir hátt í eina milljón króna í verslun 66°Norður í Faxafeni.

Versluninni var lokað fyrr á mánudagskvöldið í síðustu viku vegna komu hjónanna, sem voru nýlent á landinu og því ljóst að þau hafa ákveðið að fá sér almennileg útivistarföt fyrir dvöl sína á Íslandi.

Samkvæmt heimildum mbl.is voru Beyoncé og Jay-Z tvö á ferð þegar þau komu í verslunina og keyrðu svo á brott á svörtum Range Rover-jeppa.

Stjörnuparið hefur nú yfirgefið landið, en samkvæmt heimildum mbl.is gistu þau í The Trop­hy Lod­ge í Úthlíð. Þau voru hér á landi til að halda upp á af­mæli Jay-Z

Parið er sagt hafa verið með ís­lenska leiðsögu­menn meðan á dvöl­inni stóð ásamt því að hafa verið með ís­lenska ör­ygg­is­gæslu að hluta. Líf­verðir hjón­anna voru með í för.

Þá heimsóttu þau Bláa lónið eins og mbl.is greindi frá.

66°norður
66°norður
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan