Beyoncé og Jay-Z versluðu í 66°Norður

Jay Z og Beyoncé dvöldu hér á landi í síðustu …
Jay Z og Beyoncé dvöldu hér á landi í síðustu viku. Ljósmynd/WireImage

Stjörnup­arið Beyoncé og Jay-Z keypti varn­ing í 66°Norður meðan á dvöl þeirra hér á landi stóð. Þetta staðfest­ir Al­dís Arn­ar­dótt­ir, rekstr­ar- og sölu­stjóri versl­un­ar­sviðs 66°Norður, í sam­tali við mbl.is.

Ekki feng­ust frek­ari upp­lýs­ing­ar frá versl­un­inni um kaup pars­ins, en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is keypti parið varn­ing fyr­ir hátt í eina millj­ón króna í versl­un 66°Norður í Faxa­feni.

Versl­un­inni var lokað fyrr á mánu­dags­kvöldið í síðustu viku vegna komu hjón­anna, sem voru ný­lent á land­inu og því ljóst að þau hafa ákveðið að fá sér al­menni­leg úti­vistar­föt fyr­ir dvöl sína á Íslandi.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is voru Beyoncé og Jay-Z tvö á ferð þegar þau komu í versl­un­ina og keyrðu svo á brott á svört­um Range Rover-jeppa.

Stjörnup­arið hef­ur nú yf­ir­gefið landið, en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is gistu þau í The Trop­hy Lod­ge í Úthlíð. Þau voru hér á landi til að halda upp á af­mæli Jay-Z

Parið er sagt hafa verið með ís­lenska leiðsögu­menn meðan á dvöl­inni stóð ásamt því að hafa verið með ís­lenska ör­ygg­is­gæslu að hluta. Líf­verðir hjón­anna voru með í för.

Þá heim­sóttu þau Bláa lónið eins og mbl.is greindi frá.

66°norður
66°norður
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka