Dauði bandaríska leikarans Robins Williams fékk fólk alls staðar í heiminum til þess að fara inn á Google og leita upplýsinga um líf hans og ævi. Williams var vinsælastur allra í leitarvél Google þetta árið.
Fráfall grínistans og leikarans kom mörgum á óvart og að sögn aðstoðarforstjóra Google, Amit Singhal, leituðu margir á náðir Google varðandi upplýsingar um hann. Eins fjölgaði þeim verulega sem leituðu á Google að ýmiskonar sjálfshjálparprófum, svo sem varðandi geðheilsu og þunglyndi, í kjölfarið.
Williams fannst látinn á heimili sínu þann 11. ágúst sl. Hann framdi sjálfsvíg með því að hengja sig. Við réttarmeinarannsókn kom í ljós að hann hafði áður reynt að skera sig á púls skömmu áður. Williams, sem glímdi við þunglyndi, hafði skömmu áður verið greindur með Parikinson sjúkdóminn.
HM í knattspyrnu er í öðru sæti listans yfir það sem var vinsælast á Google í ár. Ekki síst bit Luis Suarez og ótrúleg knattsnilli Tim Howards í leik Belgíu gegn Þýskalandi.
Ebóla og hörmungar tengdar Malaysia Airlines voru meðal þess sem fólk hafði áhuga á. Eins ísfötuáskorunin til styrktar baráttunni við Lou Gehrigs sjúkdóminn.