Frumsýningu aflýst vegna hótana

Búið er að aflýsa frumsýningu gamanmyndarinnar The Interview í New York vegna hótana sem hafa borist frá tölvuþrjótum. Kvikmyndin fjallar morð á forseta Norður-Kóreu.

Talsmaður kvikmyndahússins staðfestir þetta, en tölvuþrjótar sem hafa gert árásir á Sony, sem framleiðir kvikmyndina, hafa hótað því að gera árásir á bandarísk kvikmyndahús þar sem myndin verður sýnd. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins

Tölvuþrjótarnir tilheyra sama hóp sem hefur birt netföng og stolið upplýsingum frá Sony. Þeir kalla sig á ensku „Guardians of Peace“, sem útleggja mætti sem Friðargæsluliðarnir. Í skilaboðum sem þeir sendu frá sér minntust hakkararnir á hryðjuverkaárásirnar sem voru gerðar í New York 11. september 2001 og bættu við að „heimurinn mun verða óttasleginn“.

„Minnist 11. september 2001. Við leggjum til að þið haldið ykkur fjarri þessum stöðum á þeim tíma,“ skrifaði einn tölvuþrjótur í skilaboðum sem voru birt í gær. 

Auglýsingaplakat fyrir kvikmyndina The Interview, en þeir Seth Rogen og …
Auglýsingaplakat fyrir kvikmyndina The Interview, en þeir Seth Rogen og James Franco fara með aðalhlutverkin.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir