Ragnheiður þriðja vinsælasta óperan

Kristinn Svanur Jónsson

Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson hefur nú skipað sér í þriðja sætið á lista yfir aðsóknarmestu óperusýningar Íslensku óperunnar frá stofnun hennar í upphafi 9. áratugarins. Hátt í 15.000 manns hafa nú séð sýninguna eða keypt miða á þær tvær aukasýningar sem verða á verkinu milli jóla og nýárs í Eldborg í Hörpu.

Ragnheiður var frumsýnd í Íslensku óperunni í Hörpu þann 1. mars síðastliðinn, eftir að hafa verið flutt í tónleikaformi í Skálholti sumarið 2013. Sýningin sló samstundis í gegn og spöruðu gestir og gagnrýnendur ekki hrósyrðin. Alls voru níu sýningar í vor og voru þær allar uppseldar. Sýningin hlaut síðan 10 tilnefningar til Grímunnar í ár og í kjölfarið þrenn verðlaun, þar á meðal Sýning ársins 2014.

Þá voru tveir aðalsöngvarar sýningarinnar, Þóra Einarsdóttir í hlutverki Ragnheiðar og Elmar Gilbertsson í hlutverki Daða, nýverið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir hlutverk sín í sýningunni.

Aðeins óperurnar Sígaunabaróninn og Töfraflautan, sem báðar voru færðar upp á árinu 1982 í Gamla bíói, voru aðsóknarmeiri sýningar en Ragnheiður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að vita ekkert er betra en að vita eitthvað sem ekki stenst. Hve er sinnar gæfu smiður og enginn hefur rétt til þess að ráðskast með þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að vita ekkert er betra en að vita eitthvað sem ekki stenst. Hve er sinnar gæfu smiður og enginn hefur rétt til þess að ráðskast með þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Torill Thorup