Fóru frá Íslandi til Taílands

Stjörnup­arið banda­ríska og Íslands­vin­irn­ir Beyoncé og Jay-Z þurftu greini­lega á hlýju lofts­lagi að halda eft­ir kulda og snjó á Íslandi fyrr í mánuðinum. Þau ákváðu nefni­lega að skella sér í sól­ina á Taílandi þar sem þau hafa varið jól­un­um.

Slúðurmiðlar vestra greina frá því að Beyoncé hafi verið ófeim­in að dreifa mynd­um af þeim frá Íslandi, meðal ann­ars úr Bláa lón­inu. En í stað snjó­mynda frá Íslandi set­ur söng­kon­an góðkunna inn mynd­ir af sér þar sem hún sit­ur á baki fíls og fleiri af þeim hjóna­korn­um á strönd­inni.

Með þeim í ferðinni er Blue Ivy, dótt­ir þeirra sem ein­mitt verður þriggja ára 7. janú­ar næst­kom­andi. Ekki er vitað hvort af­mæl­inu verði fagnað í Taílandi eða að för þeirra um heim­inn verði lengri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það sem þú þarfnast til að vaxa í átt að óskum þínum, birtist þér nú um morguninn. Veittu því athygli hvernig þú kemur fram við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það sem þú þarfnast til að vaxa í átt að óskum þínum, birtist þér nú um morguninn. Veittu því athygli hvernig þú kemur fram við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka