Árið með augum Back to the future

Marty McFly með svifbrettið góða árið 2015.
Marty McFly með svifbrettið góða árið 2015.

Í annarri mynd Back to the Future þríleiksins ferðast Marty McFly til framtíðarinnar, nánar tiltekið til ársins 2015. Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum þá gekk árið 2015 einmitt í garð fyrir skemmstu. Því er ekki úr vegi að líta á framtíðarsýn leikstjórans Robert Zemeckis og athuga hvað hefur orðið að veruleika og hvað ekki.

1.      Fljúgandi bílar. Fljúgandi bílar koma fyrst fyrir í vísindaskáldskap á sjöunda áratug síðustu aldar og notið vinsælda sem framtíðardraumur síðan þá. Fyrstu kynni okkar af hinum fljúgandi DeLorean eru undir lok fyrstu Back to the Future myndarinnar og í annarri myndinni eru þeir staðalbúnaður. Slíkir bílar verða klárlega ekki komnir í almenna notkun á árinu en engu að síður eru til bílar sem breytast í flugvélar.

2.     Svifbretti. Svifbretti á við það sem Marty notar í stað hjólabrettis hafa verið hönnuð en enn hafa þau þau ekki verið sett í framleiðslu. Með smá heppni gæti það hinsvegar breyst á árinu. 

3.     Ruslknúnir bílar. Nei, þú getur vissulega ekki stungið morgunkornsumbúðum og matarleyfum í eldsneytistankinn þinn ólíkt Doc Brown. Metan eldsneyti er hinsvegar unnið úr lífrænum úrgangi svo á vissan hátt má segja að þetta hafi gengið eftir. 

4.     Tískan. Klæðaburður persónanna í Back to the Future II gefur til kynna að við ættum öll að vera með litrík húðflúr í andliti, nota sigti fyrir höfuðföt og ganga um í brynjum. Tískuheimurinn getur reyndar virst óútreiknanlegur og hver veit hvað verður árið 2015.

5.     Pítsa. McFly fjölskyldan fær sér „vökvaða“ pítsu frá Pizza Hut. Pítsan er á stærð við kleinuhring þegar hún kemur út úr kassanum en eftir að hafa eytt smá tíma í rakaofninum nær hún hefðbundinni stærð. Því miður eru slíkar græjur enn ófáanlegar og við þurfum að sætta okkur við forneskjuleg tæki á við örbylgjuofna.

6.     Sjálfreimandi strigaskór. Nike Air 2015 strigaskór Marty McFly voru raunar settir á sölu árið 2011. Því miður voru þeir þó ekki sjálfreimandi eins og skórnir í myndinni og þar að auki fokdýrir. Nike mun hinsvegar hafa tekið út einkaleyfi á sjálfreimandi skóm árið 2009 svo það er aldrei að vita nema þeir líti dagsins ljós fyrr eða síðar.

7.     Sjálfþurrkandi föt. Eftir að Marty hoppaði fullklæddur í tjörn hefur klæðnaður hans þurrkunarferli svo ekki er dropa að sjá innan nokkurra sekúndna. Slík föt fyrir finnast ekki enn þrátt fyrir að ýmsir bletta og regnvarar hafi komið til síðan myndin kom út en þar að auki mætti benda á að samtímamaðurinn myndi seint bleyta sig með þessum hætti án þess að koma símanum sínum fyrst fyrir á öruggum stað.

8.    Heilaleikir. Marty sýnir flotta takta í tölvuleiknum Wild Gunman en börnum ársins 2015 finnst það lítið spennandi enda stjórna þau tölvuleikjum með heilanum í sér. Þrátt fyrir að geta stjórnað leikjum í Wii, Xbox Kinect og Oculus Rift án þess að nota stýripinna eða önnur áþekk stjórntæki virðist þessi veruleiki ansi fjarri lagi.

9.     Heilmynda auglýsingar. Gott dæmi um framtíðarsýn Back to the future á auglýsingar er heilmynda hákarlinn sem dýfir sér ofan í skarann sem auglýsing fyrir Jaws 19. Sú kvikmynd mun að líkindum aldrei verða til, guði sé lof, og þrátt fyrir ýmsar nýjar auglýsingaaðferðir kvikmyndahúsanna er sáralítið, ef eitthvað um heilmyndir á götum úti. Heilmyndir eru þó orðnar nokkuð algengar og má sem dæmi nefna að heilmynd af Tupac Shakur tróð upp á Coachella árið 2012.

10. Bætt samskiptatækni. Í Back to the Future á Marty McFly myndsímtal við vin sinn. Myndsímtalið minnir óneitanlega á forrit á við Skype sem hefur lengi verið í almennri notkun en þar að auki má benda á að samtalið fer fram í gegnum flatskjá.

11.  Faxtæki. Í kvikmyndinni eru faxtæki enn við lýði en nú eru slík tæki nær úrelt.

12. Bensín vélmenni. Enn eru engin fljúgandi, né gangandi, vélmenni sem fylla á bensíntankinn hjá okkur, því miður.

20 Lies Back to the Future II Told Us (Besides the Hoverboard)

Listinn er að sjálfsögðu mun lengri en í stað þess að láta mbl.is þylja hann upp er um að gera að eyða sunnudagskvöldinu í að rifja upp þá tímalausu snilld sem Back to the Future Part II er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar