Jóhann tilnefndur til Óskarsverðlauna

Jóhann Jóhannsson með Golden Globe verðlaunin sem hann hlaut á …
Jóhann Jóhannsson með Golden Globe verðlaunin sem hann hlaut á dögunum. AFP

Tónskáldið Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Þetta var tilkynnt á öðrum tímanum í dag. Hann hefur því verið tilnefndur til BAFTA og Óskars auk þess að vinna Golden Globe verðlaunin í sínum flokki.

Í The Theory of Everything er rak­in saga eðlis­fræðings­ins Stephens Hawk­ings og eig­in­konu hans, Jane. Kvik­mynd­in hef­ur nú þegar hlotið mikið lof gagn­rýn­enda og unnið til fjölda verðlauna. Mynd­in hlaut fjór­ar til­nefn­ing­ar til verðlauna á Gold­en Globe en auk Jó­hanns fékk Eddie Red­mayne, sem fer með hlut­verk Stephen Hawk­ings, verðlaun fyr­ir hlut­verk sitt í mynd­inni. Felecity Jo­nes var einnig til­nefnd fyr­ir hlut­verk sitt sem eig­in­kona Hawk­ings í flokkn­um um bestu leik­konu í aðal­hlut­verki og hlaut mynd­in til­nefn­ingu sem besta drama­tíska kvik­mynd­in.

Jó­hann hef­ur um langt skeið verið virk­ur við tón­smíðar en hann hef­ur náð at­hygli heims­byggðar­inn­ar á und­an­förn­um árum. Rokk­unn­end­um barst tónlist Jó­hanns hvað fyrst til eyrna þegar hann lék á hljóm­borð og gít­ar með hljóm­sveit­inni HAM sem var hvað virk­ust á ár­un­um 1988 til 1994. Þá vakti hann fyrst at­hygli sem tón­skáld fyr­ir tónlist sína við leik­ritið Engla­börn 2001 en sam­nefnd plata var gef­in út. Árið 2004 var Jó­hann far­inn að láta al­menni­lega til sín taka á sviði kvik­mynda­tón­list­ar en þrjú lög af plöt­unni Engla­börn voru notuð í kvik­mynd­inni Wicker Park. Hef­ur tónlist hann verið notuð í ýms­um verk­um í Banda­ríkj­un­um en Jó­hann samdi til dæm­is tón­list­ina fyr­ir heim­ilda­mynd­ina The Miners' Hymns eft­ir Bill Morri­son og spilaði tón­list­in stór­an sess í henni.

Jó­hann var orðaður einnig við Óskar­inn árið 2013 fyr­ir frum­samda tónlist sína í spennu­tryll­in­um Pri­soners.

Óskarsverðlaunahátíðin fer fram 22. febrúar næstkomandi í Los Angeles og verður sýnt beint frá henni í Sjónvarpi Ríkisútvarpsins.

Hér að neðan má sjá myndbrot þar sem Jóhann segir frá tónlistinni sem hann gerði fyrir The Theory of Everything.

Fréttir mbl.is af nýlegum afrekum Jóhanns

Kvikmyndatónskáld sem byrjaði í rokki

Alveg ofboðslega frægur

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka