Vill meiri fjölbreytileika á Óskarnum

Boone Isaacs (t.h.) las upp Óskarstilnefningarnar ásamt bandaríska leikaranum Chris …
Boone Isaacs (t.h.) las upp Óskarstilnefningarnar ásamt bandaríska leikaranum Chris Pine í vikunni. EPA

Cheryl Boone Isaacs, forseti Óskarsakademíunnar, vill sjá meiri fjölbreytileika þegar kemur að tilnefningum til Óskarsverðlauna. Margir hafa gagnrýnt núverandi tilnefningar, en allir tuttugu leikararnir sem eru tilnefndir í ár, bæði í aðal- og aukahlutverki, eru hvítir.

Þá eru einvörðungu karlar tilnefndir í flokkunum besti leikstjórinn og besti handritshöfundurinn. 

Óskarsakademían, sem ákveður hverjir hljóta tilnefningar, hefur setið undir harðri gagnrýni, að því er segir á vef BBC

Boone Isaacs segist hins vegar vera stolt af þeim sem hlutu tilnefningar en að samtökin ynnu að því að auka fjölbreytileikann. 

Boone Isaacs er fyrsti forseti akademíunnar sem er þeldökkur. Hún segir að undanfarin tvö ár hafi akademían lagt sig fram og gert meira en nokkru sinni fyrr til að auka fjölbreytileika samtakanna, m.a. með því að taka á móti nýjum félögum og taka á móti fleiri ólíkum hópum. 

Hún tekur hins vegar fram að hún myndi gjarnan vilja sjá enn meiri fjölbreytileika.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundaðu hreyfingu, heilsurækt og lestur til þess að auka þekkinguna. Líklega kemur gæludýr á heimilið fljótlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundaðu hreyfingu, heilsurækt og lestur til þess að auka þekkinguna. Líklega kemur gæludýr á heimilið fljótlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir