Rass Khloe hefur tekið stakkaskiptum

Þessar fyrir og eftir myndir birtust í Heat. Vinstri myndin …
Þessar fyrir og eftir myndir birtust í Heat. Vinstri myndin er tekin í desember árið 2013 en sú hægri er tekin í janúar 2014.

Líkami raunveruleikastjörnunnar Khloe Kardashian hefur undanfarið verið undir smásjánni hjá aðdáendum hennar. Margir telja að líkami Khloe hafi tekið óeðlilega miklum breytingum á skömmum tíma og segja hana hafa gengist undir fegrunaraðgerðir. Það verður að viðurkennast að rass Khloe hefur stækkað um nokkur númer á afar stuttum tíma.

Aðdáendur Khloe eru margir hverjir vissir um að hún hafi látið stækka afturenda sinn en Khloe segir að rass sinn hafi tekið stakkaskiptum eftir að hún fór að stunda líkamsrækt af meiri ákefð.

Nýjasta slúðrið tengist þá brjóstum Khloe en hún birti ljósmynd sem vakti athygli á Instagram á miðvikudaginn. Margt fólk skrifaði athugasemd við myndina og hélt því fram að Khloe hefði látið stækka brjóstin. Það er ómögulegt að segja til um hvort Khloe hafi lagst á skurðarborðið á síðustu mánuðum en árið 2012 sagði Khloe skoðun sína á fegrunaraðgerðum.

„Ég er stolt af sjálfri mér. Ég gæti brotnað undan álagi og farið í allar þessar fegrunaraðgerðir, látið laga nefið mitt, farið í fitusog og fleira, en ég hef ekki gert það vegna þess að ég veit að ég er frábær manneskja. Ég er nokkuð flott þó ég segi sjálf frá,“ sagði Khloe í viðtali við E!.

Khloe birti þessa mynd á Instagram fyrr í vikunni. Einhverjir …
Khloe birti þessa mynd á Instagram fyrr í vikunni. Einhverjir vilja meina að Khloe hafi látið stækka brjóst sín nýverið. Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir