Boys með tónleika í Kaplakrika

Pólska hljómsveitin Boys verður með tónleika á Íslandi í lok …
Pólska hljómsveitin Boys verður með tónleika á Íslandi í lok janúar.

Þann 31. janúar næstkomandi mun skærasta stjarna pólskrar diskótónlistar (disco polo), hljómsveitin Boys, halda tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði, auk söngkonunnar Evu Basta og föruneytis hennar.

Gert er ráð fyrir að um 1000 gestir mæti á tónleikana. Það er óhætt að segja að hér sé um að ræða stærsta pólska tónlistarviðburðinn sem fram hefur farið á Íslandi til þessa.

Hljómsveitin Boys var stofnuð árið 1991 og er vel þekkt í Póllandi. Sveitin hefur fengið tvær gullplötur og fimm platínuplötur auk fjölmargra tónlistarverðlauna. Forsprakki hljómsveitarinnar, Marcin Miller, hefur löngum verið kallaður konungur pólskrar diskótónlistar. Tónlistarstefnan á sér marga aðdáendur í Póllandi enn þann dag í dag þó svo að gullaldartímabil diskótónlistar hafi verið á árunum 1970-1980. Eva Basta er hins vegar ný á diskósenunni því hún skaust upp á stjörnuhimininn árið 2011.

Miða á tónleikana má nálgast á heimasíðu IcelandNews.is en einnig verða seldir miðar við innganginn fyrir tónleikana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan