Breski leikarinn Robbie Coltrane, sem er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í Harry Potter-myndunum, var fluttur á sjúkrahús í Orlando í Flórída eftir að hann veiktist um borð í flugvél. Coltrane fann fyrir einkennum flensu í vélinni, en hann var á leið á Harry Potter-ráðstefnu ásamt samleikara sínum úr myndunum, Michael Gambon, sem lék Dumbledore.
Talið er að Coltrane verði á sjúkrahúsi næstu daga þar sem fylgst verður með honum. Hann er 64 ára gamall.
Frétt The Independent um málið.