Leikkonan Gwyneth Paltrow vakti athygli á dögunum þegar hún fjallaði um sérstaka gufumeðferð á heimasíðu sinni, Goop.com. Meðferðin, sem kallast Mugworth V-Steam, snýst um að dæla gufu inn í leggöngin og Paltrow mælir eindregið með meðferðinni. Sérfræðingar gera það hins vegar ekki.
Eftir að pistill Paltrow um gufumeðferðina birtist hafa nokkrir sérfræðingar stigið fram og sagt leikkonuna fara með tóma þvælu.
Kvensjúkdómalæknirinn Jen Gunter mælir til dæmis eindregið gegn meðferðinni. Hún segir meðferðina ekki geta verið góða.
„Gufa er líklegast ekki góð fyrir leggöngin,“ skrifaði Gunter. Hún sagði þá að jurtagufan, sem notuð er í Mugworth V-Steam-gufumeðferðina, geti alls ekki komið jafnvægi á neina hormóna. Gunter sagði einnig að gufumeðferðin gæti ekki með neinum hætti hreinsað legið. „Gufan kemst ekki að leginu frá leggöngunum nema henni sé þrýst þangað. Það ætti alls ekki að gera.“
Lætur skola reglulega úr skonsunni