Buxurnar rifnuðu af gleði

Friðrik Dór, fyrir buxnasprenginguna miklu.
Friðrik Dór, fyrir buxnasprenginguna miklu. mbl.is/Eggert

Áhorfendur kusu lögin „Í síðasta skipti“, „Piltur og stúlka“ og „Í kvöld“ áfram í úrslit Söngvakeppninnar 2015. Að vonum var mikil gleði meðal þeirra sem komust áfram í úrslitin en fáir gengu eins langt í gleðinni og Friðrik Dór sem reif buxurnar sínar þegar hann kom í loftköstunum á sviðið.

Ragnhildur Steinunn, einn þriggja kynna kvöldsins, minnti hann góðfúslega á að þetta væri fjölskyldukeppni en það kom ekki í veg fyrir að Frikki glennti klofið enn frekar framan í landsmenn. Það kom þó ekki að sök enda virðist  Friðrik hafa verið í siðsamlegu nærhaldi innanundir svikulum buxunum.

„Í síðasta skipti“ er flutt af Friðriki Dór og samið af Pálma Ragnari Ásgeirssyni, Ásgeiri Orra Ásgeirssyni og Sæþóri Kristjánssyni..

„Piltur og stúlka“ er flutt af Birni Jörundi Friðbjörnssyni, Unni Birnu Björnsdóttur, Hafrúnu Kolbeinsdóttur og Pétri Erni Guðmundssyni og samið af Birni Þór Sigbjörnsyni, Tómasi Hermannssyni og Birni Jörundi Friðbjörnssyni.

„Í kvöld“ er hinsvegar flutt og samið af Elínu Sif Halldórsdóttur sem er 16 ára gömul og því langyngst allra keppenda.

Önnur undankeppni Söngvakeppninnar fer fram laugardaginn 7. febrúar þar sem þrjú önnur lög verða valin áfram en lokakeppnin fer fram þann 14. febrúar.

Elín er yngsti keppandinn í ár.
Elín er yngsti keppandinn í ár. mbl.is/Eggert
Piltur og stúlka var flutt af Birni Jörundi og félögum.
Piltur og stúlka var flutt af Birni Jörundi og félögum. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach