Eftirlifandi eiginkona Robin Williams og þrjú börn hans deila nú um eigur hans fyrir dómstólum. Í skjölum sem lögð hafa verið fyrir dómara í málinu kemur fram að Susan, eiginkona hans til þriggja ára, saki börnin þrjú um að taka hluti sem voru í eigu Williams í leyfisleysi.
Bað hún dómara um að meina börnunum aðgang að hlutum sem eru á heimili hennar sem hún deildi áður með eiginmanni sínum. Börnin Zachary, Zelda og Cody segja að Susan sé að reyna að ræna þau eigum Robin, hlutum sem þau áttu að fá samkvæmt erfðaskrá.
Robin Williams svipti sig lífi á heimili sínu í ágúst á síðasta ári. Áður hefur komið fram að börn leikarans muni erfa 6,2 milljarða frá föður sínum.
Leikarinn glímdi við þunglyndi og kvíða og þá hafði hann einnig nýlega verið greindur með Parkinson-sjúkdóminn þegar hann lést.
Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá.