Rapparinn Emmsjé Gauti hefur á seinustu dögum átt í deilum við sveitina Reykjavíkurdætur eftir að hann sagði sína skoðun á hljómsveitinni. Hann sagði svo í viðtali við Vísi að gagnrýni á bandið væri tabú. Umræða Emmsjé Gauta hefur fengið mikla athygli og Twitter hefur logað.
Í gær ákvað Emmsjé Gauti að slökkva á „notifications“ á Twitter vegna áreitis því það virðast allir hafa skoðun á málinu. Tónlistarmaðurinn Logi Pedro sagði til að mynda sína skoðun og sagði svar Reykjavíkurdætra vera til skammar. Aðrir sögðu lélegt af Reykjavíkurdætrum að skjóta á útlit Emmsjé Gauta.
Þetta svar hjá @RVKdaetur er svo grínlega lélegt að ég hef ekki einu sinni húmor fyrir því. pic.twitter.com/4V7Jc2dnlZ
— Logi Pedro (@logifknpedro) February 2, 2015
@emmsjegauti sýnir ákveðinn þroska af Reykjavíkurdætrum að skjóta strax persónulega #hvertfórhárið
— Finnbogiernir (@CasperGauti) February 2, 2015