Hjónabandið er lygi segir lögmaður

Bobbi Kristina Brown og Nick Gordon
Bobbi Kristina Brown og Nick Gordon AFP

Bobby Brown, sem hefur verið við hlið dóttur sinnar, Bobbi Kristinu Brown, frá því hún var flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús á laugardag, segir ekkert hæft í því að hún sé gift fósturbróður sínum, Nick Gordon. 

Bobbi Kristina Brown hefur ekki enn komist til meðvitundar og er enn í lífshættu en Gordon og félagi hans fundu hana meðvitundarlausa í baðkari á heimili hennar á laugardag.

Hún hélt því sjálf fram í síðasta mánuði að þau Gordon hefðu gengið í hjónaband og hefur síðan þá talað um eiginmann sinn en samkvæmt yfirlýsingu sem lögmaður föður hennar hefur sent frá sér er Bobbi Kristina ekki gift og hefur aldrei gengið í hjónaband með Nick Gordon.

Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla er enn ýmsum spurningum ósvarað um hvað gerðist á laugardag og að sögn lögmanns föður hennar er unnið að rannsókn málsins.

Ástarsamband hennar og Gordons hefur vakið spurningar hjá ýmsum en Gordon var ættleiddur af móður Bobbi Kristinu, Whitney Houston, þegar hann var tólf ára gamall og þau voru alin upp saman eftir það. Þau eru hins vegar ekki blóðtengd.

LA Times

People

Frá heimili Bobbi Kristina Brown,
Frá heimili Bobbi Kristina Brown, EPA
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan