Jon Stewart að hætta

Jon Stewart
Jon Stewart AFP

Bandaríski þáttastjórnandinn Jon Stewart, ætlar að hætta með þátt sinn The Daily Show síðar á árinu, að sögn Michele Ganeless, yfirmanns Comedy Central.

Stewart, sem byrjaði með þáttinn árið 1999, mun ekki láta af starfinu fyrr en undir lok ársins. Hann fékk leyfi frá störfum árið 2013 til þess að leikstýra kvikmyndinni Rosewater sem fjallar um íranskan blaðamann sem er fangelsaður og sakaður um njósnir. 

Ekki er langt síðan sjónvarpsstöðin missti frá sér annan þekktan þáttastjórnanda, Stephen Colbert, en hann tók við þætti Davids Lettermans hjá CBS.

Allt frá því Stewart tók við þættinum af Craig Kilborn  árið 1999 þá hefur Daily Show rakað inn verðlaununum. Til að mynda fékk þátturinn Emmy verðlaun tíu ár í röð.

Stewart, 52 ára, hefur oft lagt á það áherslu að hann sé skemmtikraftur ekki fréttaskýrandi en þrátt fyrir það hefur hann lagt sitt af mörkum til fréttamennsku í gegnum tíðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir