Nágranni hringdi í lögreglu vegna slagsmála

Bobbi Kristina Brown ásamt unnusta sínum, Nick Gordon í byrjun …
Bobbi Kristina Brown ásamt unnusta sínum, Nick Gordon í byrjun janúar á þessu ári. EPA

Bobbi Kristina Brown, dóttir Whitney Houston og Bobbi Brown, fannst meðvitundarlaus í baðkari í lok janúar á heimili sínu í Atlanta. Málið er til rannsóknar hjá yfirvöldum í Atlanta en unnusti Bobbi Kristinu, Nick Gordon, er sagður liggja undir grun vegna áverka sem voru á líkama og andliti hennar þegar hún fannst. Við rannsókn málsins hefur þá komið í ljós að nágranni þeirra hafði hringt í lögreglu um viku áður en Bobbi Kristina fannst meðvitundarlaus.

Þann 23. janúar hringdi nágranni þeirra Bobbi Kristinu og Gordon í lögreglu. Maðurinn sem hringdi sagði að fólk væri að slást í íbúð Bobbi Kristinu en hann greindi ekki frá því hversu margir væru að slást. Upptökunni af símtalinu hefur nú verið lekið í fjölmiðla samkvæmt heimildum Sky News.

„Krissi myndi aldrei gera sér þetta sjálf“

Viðtal við frænku Bobbi Kristinu, Leolah Brown, var þá sýnt í dag á Atlanta-sjónvarpsstöðinni Fox 5. Leolah vildi ekki tjá sig um þá áverka sem fundust í Bobbi Kristinu en hún kvaðst ekki hafa mikið álit á Gordon.

„Ég hef mínar ástæður,“ sagði Leolah sem greindi frá því að hún teldi að Gordon bæri ábyrgð á ástandi Bobbi Kristinu. „Ég vona að hann verði sakfelldur...sem fyrst. Krissi [Bobbi Kristina] myndi aldrei gera sér þetta sjálf. Allir í fjölskyldunni vita það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson