Lét húðflúra nafn Bobbi Kristinu á handlegginn

Nick Gordon, kærasti Bobbi Kristina Brown, fékk sér þetta húðflúr.
Nick Gordon, kærasti Bobbi Kristina Brown, fékk sér þetta húðflúr.

Nick Gordon, kærasti Bobbi Kristinu Brown, hefur nú látið húðflúra nafn kærustu sinnar á handlegg sinn. Gordon hefur verið meinaður aðgangur af spítalanum þar sem Bobbi Kristina dvelur og hann hefur því ekki séð hana síðan hún komst undir læknishendur fyrir um tveimur vikum. Hann hefur þó verið duglegur að birta skilaboð á samfélagsmiðlum um ástand Bobbi Kristinu en nýjasta færslan er mynd af húðflúrinu sem hann fékk sér til heiðurs hennar.

Bobbi Kristina fannst meðvitundarlaus á heimili sínu fyrir rúmum tveimur vikum og á andliti hennar voru áverkar. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og Gordon er sagður liggja undir grun, þess vegna hefur honum verið meinaður aðgangur að kærustu sinni.

„Takk fyrir bænir ykkar. Hún er sterk manneskja og mun ná sér. Haldið áfram að biðja fyrir henni,“ skrifaði Gordon. 

Dótt­ir Hou­st­on meðvit­und­ar­laus í baðkari

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar