Mikið er um dýrðir í Hörpu í kvöld þar sem fram fer uppskeruhátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. Einn meginpunkta hátíðarinnar er veiting sjálfra Edduverðlaunanna en fylgst verður grannt með úrslitum verðlaunanna hér á mbl.is.
Þetta er í 17. sinn sem hátíðin er haldin en kynnir kvöldsins er Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona.
Hér fyrir neðan verður greint frá sigurvegara í hverjum flokki á hátíðinni og verður fréttin uppfærð reglulega um leið og hver verðlaun eru afhent.
Heiðursverðlaun Eddunnar: Ómar Ragnarsson
Kvikmynd ársins: Vonarstræti
Kvikmyndataka ársins: Jóhann Máni Jóhannsson - Vonarstræti
Klipping ársins: Sigurbjörg Jónsdóttir - Vonarstræti
Brellur ársins: Bjarki Guðjónsson - Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst
Leikið sjónvarpsefni ársins: Hraunið
Hljóð ársins: Árni Benediktsson, Huldar Freyr Arnarsson og Pétur Einarsson - Vonarstræti
Tónlist ársins: Ólafur Arnalds - Vonarstræti
Búningar ársins: Margrét Einarsdóttir - Vonarstræti
Leikmynd ársins: Gunnar Pálsson - Vonarstræti
Gervi ársins: Kristín Júlla Kristjánsdóttir - Vonarstræti
Leikkona ársins í aðalhlutverki: Hera Hilmarsdóttir - Vonarstræti
Leikari ársins í aðalhlutverki: Þorsteinn Bachmann - Vonarstræti
Sjónvarpsmaður ársins: Brynja Þorgeirsdóttir
Frétta- eða viðtalsþáttur ársins: Landinn
Barna- og unglingaefni ársins: Ævar vísindamaður
Leikkona ársins í aukahlutverki: Nanna Kristín Magnúsdóttir - París norðursins
Leikari ársins í aukahlutverki: Helgi Björnsson - París norðursins
Skemmtiþáttur ársins: Orðbragð
Lífsstílsþáttur ársins: Hæpið
Menningarþáttur ársins: Vesturfarar
Leikstjórn ársins: Baldvin Z - Vonarstræti
Handrit ársins: Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson - Vonarstræti
Stuttmynd ársins: Hjónabandssæla
Heimildamynd ársins: Höggið