Allir Íslendingar skráðir í Vantrú

Á meðal félagsstarfs Vantrúar er árlegt bingó sem haldið er …
Á meðal félagsstarfs Vantrúar er árlegt bingó sem haldið er á Austurvelli á föstudaginn langa. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn félagsins Vantrúar hefur ákveðið að frá og með 1. mars verði allir Íslendingar skráðir í félagið. Í tilkynningu stjórnarinnar kemur fram að barátta félagsins fyrir sjálfsögðum mannréttindum verði mun öflugri þegar allir landsmenn tilheyri félaginu.

Tilkynningin birtist á vefsíðu Vantrúar og er lítt dulin ádeila á þjóðkirkjufyrirkomulagið og sjálfvirka skráningu barna í trúfélög.

„Á síðasta stjórnarfundi ákvað stjórn Vantrúar að frá og með 1. mars verði allir Íslendingar skráðir í Vantrú. Þú, kæri lesandi, verður því meðlimur í Vantrú, fjölmennasta félagi landsins, nema þú skráir þig sérstaklega úr félaginu,“ segir þar.

Fólk sem eignast börn eftir 1. mars þurfi því ekki að hafa áhyggjur af því að börnin þeirra „missi af því að verða hluti af þessu lifandi samfélagi, þar sem að við munum skrá börn sjálfkrafa í Vantrú, óháð skráningu foreldra og án vitundar eða samþykkis þeirra“.

Ef svo ólíklega vilji til að fólk vilji ekki gerast meðlimir í Vantrú þá sé lítið mál að skrá sig úr félaginu.

„Ef þú ert orðinn 18 ára þarft þú einungis að senda tölvupóst með tilkynningu um úrsögn ásamt skönnuðu persónuskilríki á tölvupóstfangið ursognurvantru(at)vantru.is“.

Á sér fyrirtaks fordæmi

Ýmsir innan Vantrúar eru sagðir hafa mótmælt þessu fyrirkomulagi en stjórnin benti þeim réttilega á að í raun væri þetta opinberlega viðurkennd aðferð við skráningu á félagatali á Íslandi. Samskonar aðferð hafi til dæmis verið beitt heillengi í trúfélagsskráningu á Íslandi.

Áður fyrr hafi allir Íslendingar verið skráðir í Þjóðkirkjuna hvort sem þeim líkaði betur eða verr og það hafi beinlínis verið ólöglegt að vera utan hennar. Sú skráning hafi svo erfst allt til þessa dags og fólk hafi aldrei þurft að leggja það sérstaklega á sig að skrá sig úr félagi sem það skráði sig aldrei í.

„Það er því ljóst að væntanleg metaukning meðlima okkar á sér fyrirtaks fordæmi og hlýtur að teljast álíka réttmæt,“ segir í tilkynningu stjórnar Vantrúar.

Barátta Vantrúar fyrir sjálfsögðum mannréttindum verði mun öflugri hér eftir þegar allir landsmenn tilheyri félaginu. Fer stjórnin fram á að fjölmiðlar miði við töluna 330.000 þegar rætt er um fjölda meðlima félagsins.

„Kæri félagi, velkominn í fjölmennustu grasrótarhreyfingu Íslands og ekki láta þér bregða þegar þú sérð rukkunina birtast í heimabankanum.“ 

Tilkynning stjórnar Vantrúar um að allir Íslendingar séu nú skráði í félagið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar